Enski boltinn

Kane jafnaði markamet Gerrard í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane fagnar marki sínu í gær.
Kane fagnar marki sínu í gær. vísir/getty
Harry Kane, framherij Tottenham, jafnaði í gærkvöldi met Steven Gerrard um mörk Englendings skoruð á einu keppnistímabili í Meistaradeild Evrópu.

Kane skoraði annað mark Tottenham í 2-2 jafntefli gegn Juventus í gærkvöldi, en eftir erfiða byrjun þá kom Tottenham til baka; skoraði tvö afar dýrmæt útivallarmörk og eru í góðum málum fyrir síðari leikinn.

Þetta var sjöunda mark Kane í Meistaradeildinni á tímabilinu, en hann jafnaði þar með markamet Steven Gerrard frá tímabilinu 2008-2009. Þá skoraði Gerrard átta mörk fyrir þá rauðklæddu.

Það tók Gerrard átta leiki að skora mörkin átta, en enska framherjann Kane tók það einngis sex leiki. Hann getur tekið fram úr Gerrard í síðari leiknum milli Juventus og Tottenham og svo í átta liða úrslitunum komist Tottenham þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×