Viðskipti innlent

Innflæði í ríkisskuldabréf dróst verulega saman

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Verulega hægðist á innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta í ríkisskuldabréfum á fjórða fjórðungi síðasta árs. Þannig nam innflæðið aðeins 2,4 milljörðum króna á fjórðungnum borið saman við 8,5 milljarða á þriðja fjórðungi og 7 milljarða á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt nýjum tölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt. Þar af var innflæðið ekkert í október og desember.

Á sama tíma jókst hins vegar innflæði frá erlendum fjárfestum verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni. Þannig keyptu þeir í skráðum félögum fyrir 15,4 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs borið saman við 8 milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta í ríkisskuldabréfum hófst á ný í apríl á síðasta ári eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní árið 2016. Var þá kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Er markmið reglnanna að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika.

Heildarinnflæði frá erlendum fjárfestum í ríkisskuldabréf nam samanlagt 18,3 milljörðum króna á öllu síðasta ári. Innflæðið í skráð hlutabréf var hins vegar 48,2 milljarðar króna á sama tíma og jókst umtalsvert á milli ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.