Viðskipti innlent

Segja botninum náð hjá Högum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Það er um sex prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er mælst til þess að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

Sérfræðingar Landsbankans spá 7,3 prósenta sölusamdrætti hjá félaginu á fjórða fjórðungi rekstrarársins, frá desember á síðasta ári til febrúar, en 3 prósenta tekjuvexti á næsta rekstrarári. Taka þeir fram að verðlagsþróun, lokanir verslana, gengisstyrking krónunnar og aukin samkeppni á markaði, meðal annars með tilkomu Costco, hafi haft mikil áhrif á sölu Haga undanfarna mánuði en að nú sé botninum náð.

Er það mat hagfræðideildarinnar að tekjur verslunarfyrirtækisins muni vaxa frá og með öðrum fjórðungi næsta rekstrarárs samhliða áframhaldandi vexti í einkaneyslu. Eins telur hún að áhrifin af Costco séu ekki lengur eins sterk og þau voru eftir opnun verslunarinnar.

Sérfræðingar Landsbankans gera ráð fyrir að EBITDA Haga – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.375 milljónir á yfirstandandi rekstrarári og er það nokkuð yfir spá stjórnenda félagsins, sem hljóðar upp á 4.000 til 4.300 milljónir. Á næsta rekstrarári telja greinendurnir að kostnaðaraðhald og söluvöxtur muni skila 4 prósenta vexti í EBITDA.


Tengdar fréttir

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.