Viðskipti innlent

Greiddi tvo milljarða til ríkissjóðs

Hörður Ægisson skrifar
Frá útgáfu bréfsins hefur Kaupþing greitt um 7,5 milljarða í vexti.
Frá útgáfu bréfsins hefur Kaupþing greitt um 7,5 milljarða í vexti.

Kaupþing innti af hendi vaxta­greiðslu til ríkisins upp á um 1,9 milljarða króna í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í svari Kaupþings við fyrirspurn Markaðarins.

Greiðslan kemur til vegna 84 milljarða veðskuldabréfs sem Kaupþing gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016 sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabús gamla bankans. Skuldabréfið ber 5,5 prósenta vexti. Í svari Kaupþings segir að félagið hafi frá útgáfu skuldabréfsins greitt samtals 7,53 milljarða króna í vaxtagreiðslur til ríkisins.

Heildargreiðslur Kaupþings til ríkissjóðs vegna bréfsins frá útgáfu nema því samtals um 56,6 milljörðum króna. Þeir fjármunir sem fengust við sölu Kaupþings á tæplega 30 prósenta hlut sínum í Arion banka í mars á síðasta ári – um 49 milljarðar króna – fóru í að greiða inn á höfuðstól skuldabréfsins.

Kaupþing á því sem stendur enn eftir að greiða um 35 milljarða inn á bréfið. Aðeins er heimilt að borga inn á höfuðstól þess með fjármunum sem falla til í tengslum við sölu á hlut Kaupþings í Arion banka en greiða þarf bréfið upp að fullu fyrir árslok 2018. Stjórnendur félagsins, sem á núna 57 prósenta hlut í Arion banka, stefna að því að selja um 30 til 40 prósenta hlut í gegnum hlutafjárútboð síðar á árinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.