Erlent

Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997
Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997 Vísir/afp

Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. Uppsögn hennar má rekja til ásakana sem beinast gegn hjálparstarfsmönnum samtakanna. Afhjúpanir að undanförnu hafa leitt í ljós að útsendarar Oxfam á Haítí greiddu fólki, ekki síst fátækum konum og börnum, fyrir að stunda með þeim kynlíf.

Talið er að starfsmenn samtakanna hafi viðhaft þessa iðju í fjölda þeirra landa þar sem Oxfam starfar með bágstöddum. Vísir fjallaði ítarlega um málið og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér.

Sjá einnig: Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals

Samtökin eru sökuð um að hafa leynt þessum upplýsingum og stungið skýrslu undir stól sem varpaði ljósi á athæfi starfsmanna á Haítí árið 2011.

Nú hefur Minnie Driver sem fyrr segið ákveðið að hætta sem sendiherra og einn af andlitum samtakanna. Leikkonan, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting, Grosse Point Blank og Hope Springs, hefur starfað með Oxfam í 20 ár og segist ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti þrátt fyrir að hún segi skilið við samtökin.

Twitter-færslu hennar um málið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.