Fótbolti

Sendu alla stuðningsmenn félagsins í bann fyrir ógeðslega söngva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Nacional mega ekki koma á næstu þrjá útileiki liðsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stuðningsmenn Nacional mega ekki koma á næstu þrjá útileiki liðsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Úrúgvæska félagið Nacional hefur verið dæmt til að greiða stóra sekt og stuðningsmenn félagsins mega ekki koma nálægt næstu þremur leikjum.

Ástæðan er mjög ósmekkleg hegðun stuðningsmanna Nacional í leik liðsins á móti brasilíska félaginu Chapecoense í Suður-Ameríkubikarnum í síðasta mánuði.Stuðningsmenn Nacional sungu þá ógeðslega söngva um fluglysið í fyrra þar sem að Chapecoense missti 19 leikmenn og starfsfólk. Chapecoense liðið var þá á leik í úrslitum Copa Sudamericana keppninnar.

Úrslitaleikirnir fóru aldrei fram en Chapecoense fékk Copa Sudamericana titilinn að gjöf til minningar um þá sem létust í flugslysinu. Kólumbíska félagið Atletico Nacional, mótherji Chapecoense í úrslitaleiknum, fór fram á þetta.

Chapecoense var sýnt mikil samúð eftir leikinn og fótboltamenn víðsvegar að buðust til að hjálpa liðinu í næstu leikjum.

Nacional þarf að greiða 80 þúsund dollara í sekt eða meira en átta milljónir íslenskra króna. Það var Conmebol, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, sem tók á málinu.Stuðningsmenn félagsins mega ekki mæta á næstu þrjá útileiki liðsins í Suður-Ameríkukeppnunum.  
Nacional baðst afsökunar á framferði stuðningsmanna sinna, sagði þetta skelfilegt og að fólk þar á bæ skammist sín mikið.

Úrúgvæska liðið vann báða leikina á móti Chapecoense 1-0 og þar með 2-0 samanlagt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.