Handbolti

JóiPé var bara „slaggur að njódda“ og skora í gærkvöldi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

HK lyfti sér upp fyrir ungmennalið Hauka, eða Hauka U, í Grill 66-deild karla í handbolta í gærkvöldi með tveggja marka sigri í Digranesi, 23-21.

Haukar U eru eitt besta lið deildarinnar en það er nú í fjórða sæti með 17 stig, stigi á eftir HK og sex stigum á eftir toppliði Akureyrar. Haukarnir mega þó hvorki fara upp um deild né taka þátt í umspilinu.

Eitt marka Hauka U í gærkvöldi skoraði Jóhannes Damian Patreksson sem þjóðin kannast við í dag sem rapparann JóiPé. Jóhannes er sonur Patreks Jóhannessonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, sem þjálfar Selfoss í dag.

Jóhannes, sem er fæddur árið 2000, þykir mikið efni en hann er mikill skrokkur eins og pabbi sinn og er harður í horn að taka í vörninni. Hann er nú búinn að skora ellefu mörk í fimm leikjum í Grill 66-deildinni sem er næst efsta deild Íslandsmótsins.

Hér að ofan má sjá markið sem JóiPé skoraði fyrir Hauka U í gær en hann læðist á milli varnarmanna af miklum krafti og skorar á milli fóta markvarðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.