Viðskipti innlent

Selja rúm fimm prósent í Arion banka

Samúel Karl Ólason skrifar
Innlendu sjóðirnir kaupa 2,54 prósent í bankanum og þeir erlendu 2,8 prósent.
Innlendu sjóðirnir kaupa 2,54 prósent í bankanum og þeir erlendu 2,8 prósent. Vísir/Stefán

Innlendir og erlendir aðilar hafa keypt 5,34 prósent í Arion Banka í gegnum dótturfélag Kaupþings, Kaupskil ehf. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupendur séu fjöldi sjóða í rekstri fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja og tveir af erlendum hluthöfum bankans, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) og Goldman Sachs.

Innlendu sjóðirnir kaupa 2,54 prósent í bankanum og þeir erlendu 2,8 prósent.

Paul Copley, forstjóri Kaupþings segist í tilkynningunni fagna þessum áfanga og um sé að ræða lið í áframhaldandi viðleitni forsvarsmanna Arion banka í að innleysa eignasafn félagsins.

„Með þessum viðskiptum koma innlendir sjóðir í eigu fjölmargra Íslendinga inn í hluthafahóp Arion banka. Ég hlakka til að vinna með þessum aðilum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka.“

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir jákvætt að hluthafahópur bankans þróist, verði breiðar og að innlendir aðilar komi inn í hluthafahópinn.

„Tveir af núverandi hluthöfum árétta trú sína á bankanum með því að bæta við sína hlutabréfaeign. Þessi fjárfesting sýnir trú á því starfi sem fram hefur farið innan bankans og þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. Fjárhagsleg staða bankans er sterk og hann nýtur góðrar stöðu á þeim mörkuðum sem hann starfar.“

Ráðgjafar Kaupþings í viðskiptunum voru Kvika banki, Logos og White & Case.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.