Golf

Ólafía og Valdís ekki í sama ráshópi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims.

Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á  milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29.

Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt.

Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum.

Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi.

Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.