Sport

Sjáðu sturlaða lokaferð Rauða tómatsins sem tryggði honum þriðja Ólympíugullið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rauði tómaturinn á flugi.
Rauði tómaturinn á flugi. vísir/getty

Shaun White, besti snjóbrettakappi sögunnar, sýndi enn og aftur að hann er númer eitt þegar að hann vann þriðja Ólympíugullið sitt í hálfpípu í PyeongChang í gær.

White, sem er 31 árs gamall, átti í harðri baráttu við yngri menn en Japaninn Ayumu Hirano gerði harða atlögðu að gullinu. Það tókst ekki.

White, sem skartaði síðu rauðu hári framan af á ferlinum og fékk fyrir vikið viðurnefnið Rauði Tómaturinn, bauð upp á gjörsamlega bilaða lokaferð sem tryggði honum sigurinn.

Bandaríkjamaðurinn fékk 97,75 fyrir lokaferðina sem tryggði honum gullið á endanum og aðra blaðsíðu í Ólympíubókinni um aldir alda.

Þessa geggjuðu ferð má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.