Fótbolti

Hvað var maðurinn að hugsa? Sjáðu sjálfsmark ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andstæðingur reynir hér að hughreysta Sun eftir sjálfsmarkið.
Andstæðingur reynir hér að hughreysta Sun eftir sjálfsmarkið.

Miðjumaðurinn Sun Sovanrithy hjá kambódíska liðinu Boeung Ket er aðhlátursefni um allan heim í dag eftir að hafa skorað lygilegt sjálfsmark.

Markið skoraði hann í leik gegn Ceres Negros frá Filipseyjum. Það er engu líkara en hann hafi haldið að hann væri í sókn en ekki vörn er hann skoraði.

Sem betur fer fyrir leikmanninn þá hafði þetta ótrúlega sjálfsmark ekki mikil áhrif á leikinn þar sem hans lið tapaði leiknum 9-0.

Markið má sjá eftir 90 sekúndur á myndbandinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.