Viðskipti innlent

Hreinn nýr vöru- og við­skipta­þróunar­stjóri Já

Atli Ísleifsson skrifar
Hreinn Gústavsson.
Hreinn Gústavsson.

Hreinn Gústavsson hefur verið ráðinn vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já. Hann mun jafnframt taka sæti í í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Í tilkynningu kemur fram að Hreinn hafi áður verið framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Stokkur Software ehf. sem þróað hefur öpp á borð við Alfreð, Púlsinn, Strætó og Leggja.

Hreinn starfaði áður sem forritari hjá Vodafone, TM Software og Nova. Hann útskrifaðist með BSc í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.

Haft er eftir Hreini að hann hafi fylgst með Já á undanförnum  árum og hlakki til að fá tækifæri að taka þátt í nýsköpun og þróun til frekari uppbyggingar félagsins.  „Við erum að upplifa hraðar tækniframfarir sem hefur áhrif á alla atvinnuvegi og því spennandi tímar framundan í upplýsinga- og tæknigeiranum,“ segir Hreinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.