Körfubolti

Höttur hélt haus eftir olnbogaskot þjálfarans | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viðar er hér á leið í snemmbúna sturtu.
Viðar er hér á leið í snemmbúna sturtu.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét reka sig af velli í leiknum gegn Keflavík á dögunum en það bara kveikti neista hjá lærisveinum hans.

Viðar var þá sendur í sturtu fyrir að gefa Herði Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavíkur, olnbogaskot undir lok þriðja leikhluta. Höttur var þá einu stigi yfir en Keflavík náði forystunni eftir brottvikningu Viðars.

Þjálfaralausir Hattarmenn bitu í skjaldarrendur í fjórða leikhlutanum og kláraðu leikinn með sætum sigri þó svo þjálfarinn væri hvorki á vellinum né á hliðarlínunni.

Sjá má olnbogaskotið hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.