Handbolti

Haukar og ÍBV drógust saman í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar hafa ekki unnið bikarinn síðan 2014 en eru með tvö lið í undanúrslitunum í ár.
Haukar hafa ekki unnið bikarinn síðan 2014 en eru með tvö lið í undanúrslitunum í ár. Vísir/Daníel

Í dag kom í ljós hvaða lið mætast á bikarúrslitahelgi handboltans en þá var dregið í undanúrslit Coca Cola bikars karla og kvenna.

Haukar og ÍBV lentu saman hjá körlunum en þessi tvö lið hafa spilað marga magnaða handboltaleiki á síðustu árum.

Selfyssingar fá aftur á móti leik á móti Fram. Fram kom mjög á óvat með sigri á toppliði FH í átta liða úrslitunum en Selfoss rétt marði þá b-deildarlið Þróttar.

Það er líka risaleikur hjá konunum en þar mætast ÍBV og Fram. Í hinum leiknum spilar síðan b-deildarlið KA/Þór við Hauka.

Það verða nýir bikarmeistarar krýndir í ár því Valur datt út á móti Haukum hjá körlunum og Stjörnukonur duttu út á móti ÍBV. Karlalið Vals og kvennalið Stjörnunnar höfðu bæði unnið bikarinn tvö ár í röð.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 8. mars hjá konunum og 9. mars hjá körlunum. Bikarúrslitaleikirnir eru síðan laugardaginn 10. mars. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.

Í undanúrslitum Coca Cola bikars karla 9. mars mætast:
17.15 Haukar - ÍBV
19.30 Selfoss - Fram

Í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna 8. mars mætast:
17.15  ÍBV - Fram
19.30  Haukar - KA/Þór

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu Handknattleikssambands Íslands frá drættinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.