Handbolti

Marki bætt við þann markahæsta mánuði eftir að leikurinn fór fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ondrej Zdráhala fékk mark að gjöf frá EHF.
Ondrej Zdráhala fékk mark að gjöf frá EHF. vísir/getty

Tékkneski leikstjórnandinn Ondrej Zdráhala var markahæsti leikmaður EM 2018 í handbolta sem fram fór í Króatíu í janúar en hann skoraði 56 mörk fyrir tékkneska liðið sem var spútniklið mótsins og endaði í sjötta sæti.

Þegar að Zdráhala fékk verðlaunin fyrir að vera sá markahæsti var talið að hann hefði skorað 55 mörk en nú er evrópska handboltasambandið búið að fara yfir alla leikina og þar fannst eitt mark aukalega.

Í leik Tékklands og Danmerkur sem fram fór fyrir mánuði síðan á EM var 24. mark tékkneska liðið skráð á Jakub Hrstka en það rétta er að Zdráhala skoraði markið sem jafnaði leikinn í 24-24 þegar átta mínútur voru eftir.

Í frétt á vef EHF segir að búið er að bæta markinu við opinbera tölfræði mótsins þannig að Zdráhala er nú skráður markakóngur með 56 mörk.

Tékkinn skoraði átta mörkum meira en Spánverjinn Valero Rivera sem var markakóngur á EM 2016 í Póllandi en Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov raðaði inn 61 marki á EM 2012 sem er metið.

Zdráhala varð í Króatíu þriðji Tékkinn sem verður markakóngur EM en það afrekaði einnig Jan Filip á EM 1998 og stórstjarnan Filip Jicha varð markakóngur á EM 2010 í Austurríki þar sem að Ísland vann til bronsverðlauna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.