Körfubolti

Jordan og treyja númer tólf voru saman á Valentínusardag en það fór ekki lengra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jordan í tólfunni.
Jordan í tólfunni.

Talan 23 er almennt tengd við besta körfuboltamann sögunnar, Michael Jordan, sem spilaði í henni nær allan ferilinn.

Jordan var skamma stund í treyju númer 45 eftir að hann sneri aftur úr hafnaboltanum en alltmenn var 23 hans tala og hefur verið það í raun síðan þrátt fyrir að vera löngu hættur.

Það var aftur á móti á þessum degi, 14. febrúar, árið 1990 sem hann spilaði í fyrsta og eina skiptið númer tólf. Það gerði hann í leik á móti Orlando Magic á útivelli.

Treyjunni hans Jordan númer 23 var stolið fyrir leik og því þurfti hann að spila í tólfunni. Hann skoraði 49 stig en Chicago tapaði leiknum með sex stigum. Jordan spilaði aldrei aftur í tólfunni.  Ástarsamband á Valentínusardag fyrir 28 árum sem aldrei varð að neinu.

Jordan og félagar fóru í úrslit austursins þetta tímabilið en töpuðu fyrir erkifjendunum í Detroit Pistons. Það var svo ári síðar sem drottnun Jordan og Chicago yfir NBA-deildinni hófst.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.