Sport

Líkt við Angelinu Jolie, datt á rassinn en nældi samt í brons

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bryzgalova einbeitt á svellinu.
Bryzgalova einbeitt á svellinu. vísir/getty

Rússneska krullustjarnan Anastasia Bryzgalova hefur komið með hitann á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu enda hefur útlit hennar gert hana að stjörnu.

Ótrúlegasta fólk hefur fylgst af athygli með krullukeppninni í PeyongChang og ekki síst þegar Bryzgalova var að keppa ásamt eiginmanni sínum, Alexander Krushelnitskiy. Þar sýndi rússneska stelpan að hún er í heimsklassa í krullunni.

Á samfélagsmiðlum hefur henni verið líkt við leikkonurnar Angelinu Jolie og Megan Fox. Hjónin áttu stóran aðdáendahóp, þökk sé samfélagsmiðlum, á leið sinni að gullinu en það átti ekki að verða.

Obbosí. Bryzgalova er hér komin á flug en varð ekki meint af fallinu. vísir/getty

Þau lentu í leiknum um bronsið og spiluðu þar gegn Noregi. Það fór um sjónvarpsáhorfendur er Bryzgalova varð fótaskortur á svellinu í leiknum og flaug á hausinn.

Það fall reyndist þó vera fararheill því rússnesku hjónin nældu í bronsið á endanum. Mörgum til mikillar gleði.

Þau hafa verið á toppnum í krullunni síðustu ár og hafa meðal annars hampað heimsmeistaratitlinum einu sinni. Verður gaman að fylgjast með parinu á komandi árum en þau verða líklega eftirsótt á ýmsa viðburði eftir að hafa stolið senunni á leikunum.

Verðskuldað. Hjónin eru hér með bronsverðlaunin sín. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.