Erlent

Skotum hleypt af við höfuðstöðvar NSA

Samúel Karl Ólason skrifar
Höfuðstöðvar NSA.
Höfuðstöðvar NSA. Vísir/AFP

Skotum var hleypt af við inngang að höfuðstöðvum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í dag. Einn aðili mun vera særður og tveir hafa verið handteknir. Ekki liggur fyrir hvort að annar hinna handteknu hafi verið særður en svo virðist sem þir hafi reynt að aka sér leið í gegnum vegatálma við innganginn.

Talsmaður NSA segir tökum hafa verið náð á svæðinu. Samkvæmt frétt NBC er svartur jeppi við innganginn og voru skotgöt í framrúðu hans. Þá sjást tveir aðilar í járnum við bílinn.

Þrátt fyrir áberandi merkingar kemur fyrir að ökumenn enda fyrir slysni við inngang NSA. Árið 2015 dó 27 ára ökumaður þegar hann ók að höfuðstöðvunum fyrir slysni á stolnum bíl. Hann var skotinn til bana við vegatálma lögreglu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.