Innlent

Handsömuðu fálka með skotsár

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fálkinn var sendur til Reykjavíkur.
Fálkinn var sendur til Reykjavíkur. Lögreglan

Bændur á Hnjúki í Vatnsdal handsömuðu í gær fálka sem var skaddaður á væng. Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Var fálkinn settur í búr og í samráði við Náttúrufræðistofnun var hann fluttur til Reykjavíkur í Húsdýragarðinn.

Við skoðun dýralæknis kom í ljós að fuglinn var með skotsár en fálkar eru friðaðir.

Bendir lögreglan á að brot á lögum um vernd og friðun dýra varði sektir, fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.