Innlent

Sendi dönsku konungs­fjöl­skyldunni sam­úðar­kveðjur

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson,, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári.
Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson,, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári. Vísir/AFP

Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í dag dönsku konungsfjölskyldunni samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna fráfalls Hinriks prins. Hinrik andaðist í Fredensborgarhöll í gærkvöldi, 83 ára að aldri.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta kemur fram að í kveðju sinni hafi forseti minnst góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs.

„Hann hafi verið áhugasamur, elskulegur og lifandi í viðkynningu, góður gestgjafi sem þekkti vel sögu þjóðanna og menningu og sýndi málefnum Íslands ríkan áhuga. Með Hinrik prins sé genginn mætur maður sem rækt hafi skyldur sínar í þágu dönsku þjóðarinnar af metnaði og alúð,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.