Innlent

María leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ

Atli Ísleifsson skrifar
María Grétarsdóttir leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar.
María Grétarsdóttir leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar. Miðflokkurinn

María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun leiða lista Miðflokksins í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

María leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar. Hún var varabæjarfulltrúi á árunum 1998 til 2006.

Í tilkynningu frá Miðflokknum kemur fram að María sé fædd 1964 og sé viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

„Á starfstíma sínum hefur María m.a. verið formaður fjölskylduráðs og barnaverndarnefndar Garðabæjar og formaður leikskólanefndar bæjarins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar,“ segir í tilkynningunni.

Listi Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður kynntur fyrir 15. mars næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.