Innlent

María leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ

Atli Ísleifsson skrifar
María Grétarsdóttir leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar.
María Grétarsdóttir leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar. Miðflokkurinn
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun leiða lista Miðflokksins í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

María leiddi lista framboðs Fólksins í bænum fyrir síðustu kosningar. Hún var varabæjarfulltrúi á árunum 1998 til 2006.

Í tilkynningu frá Miðflokknum kemur fram að María sé fædd 1964 og sé viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

„Á starfstíma sínum hefur María m.a. verið formaður fjölskylduráðs og barnaverndarnefndar Garðabæjar og formaður leikskólanefndar bæjarins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar,“ segir í tilkynningunni.

Listi Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður kynntur fyrir 15. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×