Sport

Stenmark sendi Lindsey Vonn kveðju til Suður-Kóreu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn 61 árs gamli Stenmark fylgist grannt með Vonn á leikunum.
Hinn 61 árs gamli Stenmark fylgist grannt með Vonn á leikunum.

Það styttist í að skíðastjarnan Lindsey Vonn hefji keppni á Vetrarólympíuleikunum í PeyongChang en hún fékk senda flotta kveðju þangað.

Í viðtali hjá Eurosport þá var henni komið á óvart með kveðju frá sænsku skíðagoðsögninni Ingemar Stenmark. Leyndi sér ekki að Vonn kunni vel að meta kveðjuna.

Eurosport fór einnig í stuttan göngutúr með henni þar sem Vonn talaði um hversu erfitt það sé að bíða eftir því að keppni hefjist.

Hún rennir sér af stað í Suður-Kóreu á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.