Þrenna Mane gerði út um Porto │ Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Sadio Mane skoraði þrennu í stórsigri Liverpool á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld.

Mane kom gestunum frá Englandi yfir á 25. mínútu og Egyptinn Mohamed Salah var búinn að tvöfalda forystuna fjórum mínútum seinna. Liverpool fór með 0-2 forystu inn í hálfleikinn og var komið í frábæra stöðu fyrir seinni leikinn.

Staðan fór þó bara batnandi í seinni hálfleik. Mane skoraði sitt annað mark og þriðja mark Liverpool á 53. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Önnur skyndisókn leiddi til marks Roberto Firmino og Mane gerði út um allar vonir Porto með því að fullkomna þrennuna á 85. mínútu með glæsilegu skoti utan af velli.

James Milner, sem lagði upp mark Firmino, er stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 6 stoðsendingar. Næstir koma Kevin de Bruyne og Neymar með fjórar hvor.

Porto getur því allt eins sleppt því að mæta á Anfield í seinni leikinn, það þarf kraftaverk til að portúgalska liðið komist áfram úr þessu einvígi.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.