Erlent

Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér

Atli Ísleifsson skrifar
Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.
Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.

Margrét Þórhildur Danadrottning kom út í hallargarð Fredenborgarhallar um miðjan dag í dag til að virða fyrir sér blómin, vendina og kortin sem hafði verið komið þar fyrir til minningar um Hinrik prins sem andaðist í gærkvöldi.

Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.

Jóakim, yngri sonur Margrétar og Hinriks, og Marie, eiginkona hans, höfðu skömmu áður yfirgefið Fredensborgarhöll sem er norðarlega á Sjálandi.

Sjá má myndband af Margréti Þórhildi í hallargarðinum að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.