Erlent

Morðingi sendi lögregluþjóni skilaboð fyrir mistök

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir að Romig var handtekinn sagðist hann þjást af minnisleysi og sagðist heyra raddir.
Eftir að Romig var handtekinn sagðist hann þjást af minnisleysi og sagðist heyra raddir. Vísir/Getty

Hinn 52 ára gamli David Romig sendi lögregluþjóni skilaboð fyrir mistök. Í skilaboðunum, sem áttu að fara til eiginkonu hans, sagðist hann búast við því að lögreglan myndi handtaka hann fyrir morðið á kærustu sinni. Romig hefur verið ákærður fyrir morð, að meðhöndla sönnunargögn og að gefa falska skýrslu.

Lögreglan segir hann hafa breytt vettvangi morðsins til að láta út fyrir að innbrotsþjófur hefði skotið Sally Kaufmann Ruff, 64 ára kærustu hans til bana.

Samkvæmt frétt AP töldu rannsakendur að sönnunargögn styddu ekki sögu Romig um innbrotsþjóf. Einn lögregluþjónninn fékk svo tvö skilaboð frá Romig þar sem hann sagðist eiga von á því að hann yrði handtekinn.

Við frekari eftirgrennslan komst í ljós að hann hafði einnig sent eiginkonu sinni skilaboð þar sem hann sagðist hræddur um að hafa gert eitthvað sem hann mundi ekki að ef hann hefði myrt kærustu sína myndi hann svipta sig lífi.

Eftir að Romig var handtekinn sagðist hann þjást af minnisleysi og sagðist heyra raddir. Hann hélt því fram að hann hefði upplifað sig fyrir utan líkama sinn og reynt að stöðva sig þegar hann skaut kærustu sína. Hann sagði einnig að hann mundi ekki eftir því að hafa skotið kærustu sína.

Svo hefði hann reynt að hylma yfir morðið og koma sökinni á innbrotsþjóf. Hann hafði búið með kærustu sinni í tvö og hálft ár og til stóð að hann myndi erfa allar eigur hennar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.