Handbolti

Eins leiks bann fyrir punghöggið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Birgir í leik gegn Vali.
Jóhann Birgir í leik gegn Vali. vísir/anton

Aganefnd HSÍ dæmdi FH-inginn Jóhann Birgi Ingvarsson í eins leiks bann í dag fyrir að slá andstæðing sinn í punginn.

Atvikið átti sér stað í leik FH og Fram. Eftir að Jóhann Birgir hafði skorað mark ákvað hann á leið sinni til baka í vörn að dangla hendinni á viðkvæmasta svæði eins leikmanns Fram sem lá óvígur eftir.

„Þó höggið virðist ekki hafa verið þungt er ljóst að leikmaðurinn sló annan leikmann af ásetningi og afleiðingar urðu allnokkrar. Niðurstaða aganefndar er að Jóhann Birgir Ingvarsson leikmaður FH er úrskurðaður í eins leiks bann,“ segir í dómi aganefndar.

Sjá má atvikið hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.