Sport

Missti fjóra putta í fjórhjólaslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Massaquoi í leik með Cleveland Browns.
Massaquoi í leik með Cleveland Browns. vísir/getty

Fyrrum NFL-stjarnan Mohamed Massaquoi varð milljónamæringur með aðstoð handa sinna. Í dag er hann fjórum puttum fátækari.

Massaquoi lenti í slæmu fjórhjólaslysi þar sem hann var í fríi með vinum sínum. Missti stjórn á fjórhjólinu með þeim afleiðingum að fjórir puttar fuku af.

Í fyrstu hélt hann að höndin hefði aðeins brotnað en blóðið var eðlilega mikið. Vinir hans sáu aftur á móti hvað hafði gerst og minnti þá helst á að höndin hefði farið í gegnum hakkara.

Læknum tókst að festa puttana aftur á höndina en nokkrum dögum síðar var ljóst að þeir myndu ekki endast á sínum stað. Því varð að fjarlægja þá á nýjan leik.

Í dag er Massaquoi með gervihendi þar sem hann getur stýrt hreyfingum puttanna sem komnir eru í staðinn.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.