Fótbolti

Íslenskur koss í Valentínusardagskveðju UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskt par á leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi 2016.
Íslenskt par á leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi 2016. Vísir/AFP

Ísland var í stóru hlutverki í kveðju Knattspyrnusambands Evrópu sem var send út á samfélagsmiðilinn Twitter í dag.

Í dag er Valentínusardagurinn og mörg pör halda hann hátíðlegan víðsvegar um Evrópu.

Þegar kom að því að velja flotta mynd í Valentínusardagskveðju UEFA þá fundu menn auðvitað góða mynd af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins.

Íslenskir stuðningsmenn hafa unnið hug og hjörtu margra í Evrópu á stórmótum landsliðanna okkar síðustu ár og oftar en ekki hefur okkar fólk mætt málað á leikina.

Með gleðina að vopni hafa íslensku áhorfendurnir myndað flotta fjölskyldustemmningu á leikjum íslensku landsliðanna.

Svo var einnig í tilfelli íslenska parsins sem var á þessari flottu mynd þar sem konan gaf sínum manni einn góðan koss á kinnina fyrir framan ljósmyndarann.

Myndina og kveðju UEFA má sjá hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.