Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
„Mér finnst ömurlegt að líf mitt og örlög hvíli í höndum utanaðkomandi aðila,” segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur lömuð eftir slys á Malaga á Spáni. Rætt verður við hana og ítarlega fjallað um mál hennar frá Spáni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og í Íslandi í dag, strax að loknum fréttum í kvöld.

Í fréttatímanum verður líka talað við Ólöfu Rún Ásgeirsdóttur, sem segir að ráðning Sifjar Konráðsdóttur í starf aðstoðarmanns ráðherra hafi ýft upp gömul sár í kynferðisbrotamáli, en Sif, sem var réttargæslumaður hennar, dró í hálft ár að greiða bætur til hennar. Vitað er um að minnsta kosti þrjá brotaþola sem þurftu að ganga á eftir að fá bætur sínar greiddar frá Sif.

Loks ræðum við við forseta Íslands og Vigdísi Finnbogadóttur, sem minnast Hinriks prins með hlýju og hittum ofurhetjur og söngfugla sem voru á ferð og flugi í dag, á öskudaginn.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×