Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

„Mér finnst ömurlegt að líf mitt og örlög hvíli í höndum utanaðkomandi aðila,” segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur lömuð eftir slys á Malaga á Spáni. Rætt verður við hana og ítarlega fjallað um mál hennar frá Spáni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og í Íslandi í dag, strax að loknum fréttum í kvöld.

Í fréttatímanum verður líka talað við Ólöfu Rún Ásgeirsdóttur, sem segir að ráðning Sifjar Konráðsdóttur í starf aðstoðarmanns ráðherra hafi ýft upp gömul sár í kynferðisbrotamáli, en Sif, sem var réttargæslumaður hennar, dró í hálft ár að greiða bætur til hennar. Vitað er um að minnsta kosti þrjá brotaþola sem þurftu að ganga á eftir að fá bætur sínar greiddar frá Sif.

Loks ræðum við við forseta Íslands og Vigdísi Finnbogadóttur, sem minnast Hinriks prins með hlýju og hittum ofurhetjur og söngfugla sem voru á ferð og flugi í dag, á öskudaginn.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.