Innlent

Heppinn miðahafi á Íslandi fékk rúmar sex milljónir í Víkingalottói

Birgir Olgeirsson skrifar
Sex milljónir kæmu flestum vel.
Sex milljónir kæmu flestum vel. Vísir/Stefán

Heppinn miðahafi á Íslandi vann 6,5 milljónir króna í Víkingalottói kvöldsins. Enginn var með allar tölur réttar en miðahafinn á Íslandi var með fimm tölur réttar af sex og fær því rúmar sex milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur í söluturni Jolla í Hafnarfirði.

Þá fær einn heppinn miðahafi á Íslandi 2 milljónir fyrir að vera með fimm rétt í Jókernum, en sá miði var keyptur í Kvosinni í Reykjavík.

Fjórir deila með sér öðrum vinningi og fær hver þeirra 100 þúsund krónur en miðarnir voru keyptir í N1 Stórahjalla, Happahúsinu í Kringlunni, á vef lottó og var einn miðinn í áskrift. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.