Handbolti

Jafntefli hjá Vigni og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vignir í leik með íslenska landsliðinu
Vignir í leik með íslenska landsliðinu vísir/valli

Vignir Svavarsson og nýkrýndir bikarmeistarar Holstebro gerðu jafntefli við Ribe-Esbjerg í hörku leik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vignir gerði eitt mark úr einu skoti í leiknum sem endaði 21-21.

Leikurinn var mjög jafn allt frá upphafi og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik, staðan í leikhléi 8-10.

Holstebro komst þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest fjögurra marka forystu. Heimamenn gáfust þó aldrei upp og skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér jafnteflið.

Holstebro er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig eftir 19 leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.