Sport

Skrifar íslenska íþróttasögu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Elsa Guðrún Jónsdóttir verður fyrsta íslenska konan sem keppir í göngu á Vetrarólympíuleikum þegar hún verður á meðal keppenda í 10km göngu í fyrramálið.

Hún á 50 Íslandsmeistaratitla að baki en tók sér áratugshlé frá íþróttinni.

„Mér bauðst að koma í landsliðið og þá ákvað ég að reyna á þetta,“ sagði Elsa Guðrún í viðtali sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hún náði frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hún vann undankeppninna í göngunni og sagði það vera sína bestu skíðaupplifun.

Elsa Guðrún gerir sér grein fyrir því að hún eigi kannski litla möguleika á að verða á meðal efstu kvenna en ætlar að gera sitt besta og geta litið með stolti til baka á mótið.

Viðtalið við Elsu Guðrúnu má sjá í spilaranum hér í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.