Fótbolti

Sögulegt mark Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar marki
Ronaldo fagnar marki vísir/getty

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ronaldo skoraði markið úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks í leiknum, sem enn er jafn 1-1 þegar þessi frétt er skrifuð.

Enginn annar hefur skorað 100 mörk fyrir sama félagið í Meistaradeildinni. Hann á 15 Meistaradeildarmörk til viðbótar en þau komu fyrir Manchester United.

Ronaldo er með 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á tímabilinu og hefur skorað í öllum leikjum keppninnar sem hann hefur spilað í vetur.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.