Innlent

Segir nefndarmætingu Ásmundar ekkert til að stæra sig af

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Björn Leví Gunnarsson segir Ásmund Friðriksson vera langt frá því að vera með bestu mætinguna á nefndarfundi.
Björn Leví Gunnarsson segir Ásmund Friðriksson vera langt frá því að vera með bestu mætinguna á nefndarfundi. Vísir/Ernir

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Ásmundur Friðriksson hafi farið með rangt mál þegar sá síðarnefndi sagði að hann væri í öðru til þriðja sæti þegar kemur að mætingu á nefndarfundi á Alþingi.

„Nú vill svo heppilega til að ég hef fylgst dálítið með þessari nefndarmætingu,“ skrifar Björn í færslu á Facebook-síðu sinni. Píratinn segir að á 143. þingi hafi Ásmundur verið í 38. sæti með 79% mætingu, á 144. þingi í 24. sæti með 88% mætingu, 145. þingi í 25. sæti með 83% mætingu og á 146. þingi í 30. sæti með 90% mætingu.

„Þannig að nei, þú varst ekki í 2. – 3. sæti. Þú varst langt frá því þannig að ef þú varst stoltur af þeim áfanga, hvað finnst þér um réttu tölurnar,?“ skrifar Björn.  


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.