Innlent

Segir nefndarmætingu Ásmundar ekkert til að stæra sig af

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Björn Leví Gunnarsson segir Ásmund Friðriksson vera langt frá því að vera með bestu mætinguna á nefndarfundi.
Björn Leví Gunnarsson segir Ásmund Friðriksson vera langt frá því að vera með bestu mætinguna á nefndarfundi. Vísir/Ernir
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Ásmundur Friðriksson hafi farið með rangt mál þegar sá síðarnefndi sagði að hann væri í öðru til þriðja sæti þegar kemur að mætingu á nefndarfundi á Alþingi.

„Nú vill svo heppilega til að ég hef fylgst dálítið með þessari nefndarmætingu,“ skrifar Björn í færslu á Facebook-síðu sinni. Píratinn segir að á 143. þingi hafi Ásmundur verið í 38. sæti með 79% mætingu, á 144. þingi í 24. sæti með 88% mætingu, 145. þingi í 25. sæti með 83% mætingu og á 146. þingi í 30. sæti með 90% mætingu.

„Þannig að nei, þú varst ekki í 2. – 3. sæti. Þú varst langt frá því þannig að ef þú varst stoltur af þeim áfanga, hvað finnst þér um réttu tölurnar,?“ skrifar Björn.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×