Fótbolti

Klopp: Robertson týndi fyrirgjöfum sínum í Skotlandi en fann þær aftur í kvöld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Roberto Firmino fagnar marki.
Roberto Firmino fagnar marki. vísir/getty

Jurgen Klopp var að vonum hæstánægður með frammistöðu sinna manna í Liverpool sem rúlluðu Porto upp í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool vann leikinn 0-5 og gerði Sadio Mane meðal annars þrennu fyrir Liverpool.

„Þetta var mjög fagmannlegt. Mjög þroskað og á réttum tímum aggressívt,“ sagði Klopp um frammistöðuna.

„Leikurinn var ekki auðveldur, við þurftum að leggja okkur fram, en strákarnir nutu þess að spila og það er það mikilvægasta. Öll mörkin fimm voru frábær og margir leikmannanna voru frábærir.“

„Robbo [Andrew Robertson] var framúrskarandi. Hann fann loksins fyrirgjafirnar sínar aftur, hann týndi þeim örugglega í Skotlandi eða einhverstaðar,“ sagði léttur Jurgen Klopp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.