Enski boltinn

Segja Liverpool komið í viðræður um að kaupa markvörð Roma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson.
Alisson. Vísir/Getty
Liverpool mun reyna að kaupa markvörð í sumar og næsti markvörður liðsins gæti leynst í ítalska boltanum.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool ætli sér að kaupa Alisson, markvörð Roma, í sumar.

Viðræður eru farnar af stað en eru þó enn á frumstigi.

Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Liverpool til Loris Karius en mörgum finnst einn besti möguleiki Liverpool að styrkja væri að fá til sín heimsklassa markvörð.

Liverpool kannaði möguleikanna á að fá þennan 26 ára markvörð í janúarglugganum og vonast nú til að sannfæra Ítalana um að selja leikmanninn á næstu vikum.





Liverpool keypti Mo Salah frá Roma síðasta sumar og Egyptinn er þegar kominn með þrjátíu mörk á sínu fyrsta tímabili. Liverpool fékk Salah hinsvegar á góðu verði en gæti þurft að borga mun meira fyrir Alisson.

Roma hefði viljað fá mun meira fyrir Salah og samkvæmt frétt Sky Sports þá vill félagið frá 62 milljónir punda fyrir Alisson.

Alisson er Brasilíumaður og kom til Roma frá Internacional árið 2016. Hann hefur spilað 22 landsleiki fyrir Brasilíu.

Markvarðarþjálfarinn hans hefur mikla trú á kappanum og kallaði hann á dögunum „Messi markvarðanna“.  „Þessi gæi er fyrirbæri. Hann sá númer eitt af númer eitt,“ sagði Roberto Negrisolo.

Liverpool gæti hinsvegar fengið talsverða samkeppni í baráttunni um Alisson því bæði Real Madrid og Paris Saint-Germain þurfta að styrkja markmannsstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×