Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-114 | Rúst í Njarðvík

Magnús Einþór Áskelsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, heldur áfram að eiga stórbrotið tímabil.
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, heldur áfram að eiga stórbrotið tímabil. vísir/anton
Haukar með stórsigur í Ljónagyfjunni

Haukar unnu auðveldan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld 75-114. Haukar spiluðu fasta vörn og ýttu Njarðvík úr öllum sínum aðgerðum. Sóknin gekk líka eins og smurð vél og fengu Haukar alltaf opin skot gegn slakri vörn heimamanna.

Leikurinn byrjaði rólega og stigaskorið lítið fyrstu mínúturnar. Terrell Vinson leikmaður Njarðvíkur fékk tvær villur snemma leiks og þurfti að setjast á tréverkið stórann hluta fyrsta leikhluta. Haukar spiluðu fasta vörn og ýttu Njarðvíkingum úr öllum sínum atgerðum, skotin fóru einnig að detta fyrir Haukaliðið og skyndilega náðu þeir góðri forystu og leiddu, 17-31 eftir fyrsta leikhluta.

Svipað var upp á tengingnum í örðum leikhluta, Haukar spiluðu virkilega fast og Njarðvíkingar bognuðu léttilega. Haukamenn opnuðu vörn heimamann auðveldlega og héldu áfram að byggja upp forskotið og enduðu með að leiða með tuttugu og tveimur stigum í hálfleik 35-57.

Í þriðja leikhluta byrjuðu heimamenn betur og komu muninum niður fyrir tuttugu stig. Það hélt ekki lengi því Haukar settu í fimmta gír og keyrðu yfir andlausa heimamenn sem áttu fá svör við frábærum leik Hauka. Haukar unnu leikhlutann með tíu stigum og leiddu því 49-81.

Fjörði leikhluti var aðeins formsatriði og í raun bara tækifæri fyrir heimamenn að bjarga andlitinu. Haukar héldu sínum leik áfram og virtist engu skipta hver var inná. Leikurinn endaði með þrjátíu og níu stiga sigri Hauka 75-114.

Af hverju unnu Haukar?

Haukar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru yfir á öllum sviðum körfuboltans í kvöld. Það er sama hvar er litið niður, skotnýting, fráköst, stoðsendingar. Haukar voru betri á öllum sviðum.

 

Hverjir stóðu upp úr?

Haukur Óskarsson og Kári Jónsson voru frábærir í góðu liði Hauka, Haukur með 26 stig og Kári með 25 stig. Hjá Njarðvík var Kristinn Pálsson bestur með 20 stig.

 

Hvað gekk illa?

Sóknar og varnarleikur Njarðvíkinga gekk herfilega, að fá á sig 114 stig á heimavelli segir margt. Skotnýting Njarðvíkinga var einnig slæm gegn góðri vörn Hauka.

 

Tölfræði sem vekur athygli

Haukar voru með 17/34 í þriggja stiga skotum á meðan Njarðvík var með 6/27 í þriggja stiga skotum.

Hvað næst?

Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Hauka en þeir taka á móti KR strax á sunnudagskvöld á heimavelli sínum, Ásvöllum. Njarðvík mun heimasækja nágranna sína í Keflavík eftir landsleikjahlé 1. Mars.

 

Njarðvík: Kristinn Pálsson 20, Terrell Vinson 18/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13, Ragnar Nathanaelsson 5, Ragnar Helgi Friðriksson 5, Veigar Páll Alexandersson 5,  Oddur Rúnar Kristjánsson 4, Logi Gunnarsson 3,Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Gabríel Sindri Möller 0, Snjólfur Marel Stefánsson  0.

Haukar: Haukur Óskarsson 26, Kári Jónsson 25, Breki Gylfason 16, Finnur Atli Magnússn 14, Emil Barja 11,  Paul Anthony Jones 9, Hjálmar Stefánsson 8, Arnór Bjarki Ívarsson 3, Kristján Leifur Sverrisson 2, Hilmar Pétursson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0.

 

Daníel: Við hefðum tapað gegn Njarðvík B

Daníel Guðmundsson var myrkur í máli eftir slæmt tap á heimavelli gegn Haukum. Honum fannst þessi frammistaða ein sú versta sem hann hefur tekið þátt í sem þjálfari. Liðið framkvæmdi ekkert sem var lagt upp með og hefðu tapað gegn hvaða lið sem er með þessari frammmistöðu.

„Þetta er einn versti leikur sem ég hef þjáflað. Við gerðum ekki það sem það sem var upplagt í sóknarleiknum, það var ekki gert það sem lagt var upp með í varnarleiknum. Þetta var skelfilega frammistaða, við fengum á okkur 57 stig í í fyrri og seinni hálfleik.  Ég hélt að þyrfti ekki að mótivera strákana mikið fyrir þennann leik en við töpuðum með þrjátíu stigum í fyrri leiknum en við spiluðum ömurlega. Við hefðum tapað á móti Njarðvík b hérna í kvöld en þeir náðu að gefa Haukum leik í bikarnum, “ sagði hann.

Aðspurður um framhaldið vissi hreinlega ekki Daníel ekki hvað tæki við en miðað við spilamennsku liðsins ættu þeir ekki sérstaklega erindi í topp fjögur liðin.

Hvert er framhaldið góð spurning, ég veit það ekki. Það eru þrír leikir eftir og svo úrslitakeppni þar sem við fáum líklega Tindastól eða Hauka. Við verðum að nota fríið vel í að vinna í okkar málum.

 

Ívar: Gríðarlega ánægður með varnarleikinn

Ívar Ásgrímsson þjáfari Hauka var mjög ánægður með leik sinna manna í kvöld, þá sér í lagi varnarleikinn sem var frábær í leiknum. 

„Þetta var frábær leikur hjá okkur, ég er gríðarlega ánægður með varnarleikinn sérstaklega við vorum gríðarlega aggressívir og ýttum þeim út úr þeirra aðgerðum. Sóknarleikurin var líka góður það geta margir skotið í okkar liði,” sagði hann.

 

Stefnan er sett að komast sem lengst í mótinu, bæði í deild og úrslitakeppni og finnst Ívari liðið vera á góðri leið að þeim markmiðum. 

„Það hefur verið markmið eftir áramót að koma okkur sem lengst og erum við á ágætum málum, við eigum leiki á móti KR og ÍR sem eru mikilvægir í þessari baráttu og tvo heimaleiki sem er gott,” sagði hann.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira