Innlent

Íslenskt par í sjálfheldu á Esju

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni
Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink
Íslenskt par hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita eftir að hafa komist í sjálfheldu á Esjunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarsveitinni Landsbjörg er parið á toppnum en treystir sér ekki niður sökum hálku.

Fólkið er ágætlega búið og ekki í hættu. Björgunarsveitir eru nú á leiðinni að aðstoða parið.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×