Viðskipti innlent

Hætti í apríl en fékk 81 milljón frá Kviku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku. Kvika
Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku, fékk tæplega 81 milljón króna í laun og hlunnindi í fyrra. Sigurður hætti störfum sem forstjóri bankans í apríl í fyrra en við starfi hans tók Ármann Þorvaldsson í maí. Námu laun hans og hlunnindi á liðnu ári rúmri 21 milljón króna.

Þetta kemur fram í uppgjöri Kviku fyrir síðasta ár sem birt var fyrir helgi. Athygli vekur að greiðslur til Sigurðar tæplega tvöfaldast á milli ára þótt hann hafi látið af störfum fyrri hluta árs. Hann fékk rúmar 48 milljónir króna árið 2016.

Launakostnaður Kviku í fyrra var tæplega 2,4 milljarðar króna og hækkaði rúmlega 300 milljónir króna á milli ára. Í lok árs störfuðu 107 hjá Kviku samanborið við 86 í árslok 2016.

Hagnaður Kviku árið 2017 nam tæplega 1,6 milljarði króna. VÍS er stærsti einstaki hluthafinn í Kviku en tryggingafélagið á tæplega fjórðungshlut í bankanum. 

Nánar má lesa um uppgjörið hér að neðan en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá launagreiðslunum.


Tengdar fréttir

Kvika banki á markað í mars

Kvika banki stefnir nú að óbreyttu að skráningu hlutabréfa fjárfestingarbankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í byrjun næsta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×