Erlent

Flugvélin í Íran mögulega fundin

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin hvarf skammt frá Yasuj og brotlenti hún í háum fjöllum sem gerir björgunarstörf erfiðari.
Flugvélin hvarf skammt frá Yasuj og brotlenti hún í háum fjöllum sem gerir björgunarstörf erfiðari. Vísir/AP
Búið er að finna brak flugvélarinnar sem brotlenti í Íran í gær samkvæmt fjölmiðlum þar í landi. Það hefur þó ekki verið staðfest af yfirvöldum. 65 voru um borð og er talið að allir hafi dáið í slysinu. Þó brakið hafi fundist hefur slæmt veður gert leitarmönnum erfitt fyrir og óvíst er hvort að björgunarsveitarmenn muni komast að brakinu í dag.

Flugvélin hvarf um 50 mínútur eftir að henni var flogið frá Tehran, höfuðborg Íran, til borgarinnar Yasuj í suðurhluta landsins. Flugvélin hvarf skammt frá Yasuj og brotlenti hún í háum fjöllum sem gerir björgunarstörf erfiðari.

Samkvæmt frétt Reuters hafa fjölmiðlar í Íran eftir sjálfboðaliðum að lendingarstaður flugvélarinnar hafi fundist á gervihnattarmyndum. Yfirvöld Íran höfðu beðið Evrópuríki og Kína um hjálp við að finna hana með hjálp gervihnatta.



Abbas Akhoundi, samgönguráðherra landsins, segir þó að ekkert sé vitað um brotlendinguna enn. Það sé ráðgáta hvar hún sé niðurkomin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×