Innlent

Dagur heldur velli en Eyþór sækir á

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munu takast á á næstu misserum.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munu takast á á næstu misserum. Samsett

Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið.

Hann fengi 13 af 23 borgarfulltrúum. Fylgi við Bjarta framtíð dalar mjög og þurrkast nánast út, fékk 15,6% í síðustu kosningum en mælist með 2,4% nú. Fylgi við Samfylkinguna minnkar líka og mælist nú með 25,7% en fékk 31,9% í síðustu kosningum. Vinstri græn og Píratar bæta við sig og mælast báðir flokkar með með 13,3% fylgi. Meirihlutinn fær því rúmlega fimmtíu og tveggja prósenta fylgi, en fékk tæplega 62 prósent í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn í borgarstjórn með liðlega 29 prósent. Flokkurinn fékk 25,7 í borgarstjórnarkosningunum árið 2014. Fylgi Framsóknarflokks og flugvallarvina dalar hins vegar mikið og nær tæpum þremur prósentum, en var um ellefu prósent í síðustu kosningum.

Útlit er fyrir að valið standi á milli 12 framboða og af nýjum framboðum fær Viðreisn mesta fylgið, eða um sex prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.