Innlent

Heiðar Ingi nýr formaður Fíbút

Jakob Bjarnar skrifar
Formannsskipti í Fíbút, út fer Egill Örn og inn kemur Heiðar Ingi.
Formannsskipti í Fíbút, út fer Egill Örn og inn kemur Heiðar Ingi. visir/Anton Brink
Heiðar Ingi Svansson bókaútgefandi er nýr formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, eða Fíbút. Hann var kosinn á aðalfundi Fíbút sem fram fór í gær.

Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, kvaddi í gær og tilkynnti um þetta á Facebooksíðu sinni nú fyrir skömmum, með þessum orðum:

„Lauk í gær fimm ára setu sem formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Ætlaði mér í upphafi að vera formaður í mesta lagi 3 ár, en það teygðist aðeins úr því. Afar viðburðaríkur tími og ýmislegt gekk á, en ofboðslega skemmtilegt. Takk fyrir mig!“

Heiðar Ingi kveður Egil á þeim sama vettvangi:

„Takk fyrir sömuleiðis fyrir alla þjónustu þína fyrir félagið. Það verður svo ansi verðugt verkefni fyrir mig að feta í fótspor þínu í þessu embætti.“

Aðrir þakka Agli, svo sem Páll Valsson rithöfundur með meiru sem segir:

„Þú kvaddir með stæl, kröftug eldmessa!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×