Enski boltinn

De Bruyne framlengdi hjá City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne skoraði stórkostlegt mark með vinstri gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá sagði hann söguna af því hvernig hann þjálfaði vinstri fótinn. Það var vegna þess að nágrannar hans í gamla daga þoldu ekki hvað hann sparkaði fast með þeirri hægri í vegginn á húsinu.
Kevin De Bruyne skoraði stórkostlegt mark með vinstri gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá sagði hann söguna af því hvernig hann þjálfaði vinstri fótinn. Það var vegna þess að nágrannar hans í gamla daga þoldu ekki hvað hann sparkaði fast með þeirri hægri í vegginn á húsinu. vísir/getty
Á meðan nágrannarnir í Manchester United tilkynntu um komu Alexis Sanchez til félagsins sagði Manchester City frá því að Belginn Kevin de Bruyne hefði framlengt samning sinn við félagið.

Belginn hefur verið framúrskarandi í vetur og er mikilvægur þáttur í því að liðið sé enn að keppast um titil á fjórum vígstöðvum.

De Bruyne er nú samningsbundinn City til 2023. Það var enn langt eftir af gamla samningi hans, en hann var til 2021. De Bruyne er dýrasti leikmaður í sögu Manchester City sem keypti hann á 55 milljónir punda frá Wolfsburg sumarið 2015.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×