Erlent

Japanskur hermaður varð fyrir snjóflóði við upphaf eldgoss

Atli Ísleifsson skrifar
Fjallið sem um ræðir nefist Kusatsu-Shirane og er að finna um 150 kílómetrum norður af höfuðborginni Tókýó.
Fjallið sem um ræðir nefist Kusatsu-Shirane og er að finna um 150 kílómetrum norður af höfuðborginni Tókýó. Vísir/AFP
Japanskur hermaður fórst þegar hann varð fyrir snjóflóði sem hljóp af stað þegar eldgos hófst í fjallinu í morgun, þar sem maðurinn var staddur.

Fjallið sem um ræðir nefist Kusatsu-Shirane og er að finna um 150 kílómetrum norður af höfuðborginni Tókýó.

Að minnsta kosti sex urðu fyrir flóðinu og eru margir þeirra alvarlega slasaðir og sömu sögu er að segja af átta öðrum sem slösuðust þegar fjallið fór að spúa eldi og brennisteini.

Eldgosið sem hófst að morgni þriðjudagsins að japönskum tíma er á vinsælu skíðasvæði í Gunma-héraði í Japan og virðist hafa verið um sprengigos að ræða því grjóti rigndi yfir skíðasvæðið í um eins kílómetra radíus frá fjallinu.

Við æfingar

Fjórir sem sátu í skíðalyftu þegar gosið hófst eru á meðal þeirra sem liggja slasaðir á sjúkrahúsi.

Varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera segir að hermaðurinn sem fórst og félagar hans hafi verið við æfingar við vetraraðstæður þegar snjóflóðið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×