Handbolti

Sterbik mættur í spænska markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sterbik í leik með spænska landsliðinu.
Sterbik í leik með spænska landsliðinu. vísir/getty
Spánverjar hafa gert breytingu á leikmannahópi sínum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Frökkum í kvöld. Markvörðurinn stórkostlegi, Arpad Sterbik, er kominn í spænska liðið.

Það kemur þó ekki af góðu því aðalmarkvörður liðsins, Gonzalo Perez de Vargas, er meiddur og getur ekki spilað fleiri leiki á mótinu.

Þá er nú ekki ónýtt að geta hóað í hinn 38 ára gamla Sterbik sem er einn besti markvörður heims og klárlega einn besti markvörður allra tíma.

Sterbik er orðinn 38 ára gamall og leikur með Veszprém í dag. Hann hefur einnig leikið með Vardar, Barcelona, Atletico Madrid og Ciudad Real á glæstum ferli sínum.

Leikur Spánverja og Frakka í undanúrslitum EM hefst klukkan 17.00 í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×