Handbolti

Frakkar tóku bronsið

Nikola Karabatić er enn burðarás í franska liðinu
Nikola Karabatić er enn burðarás í franska liðinu vísir/epa
Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29.

Leikurinn byrjaði vel og var jafnt með liðunum framan af. Danir voru fæti framar lengi framan af, en þegar tæpar tíu mínútur lifðu af fyrri hálfleik komust Frakkar yfir. Munurinn var þrjú mörk í leikhléi, 17-14.

Frakkar hleyptu Dönum aldrei aftur of nálægt sér. Leikurinn var áfram spennandi, munurinn á liðunum varð ekki óyfirstíganlegur, en þrátt fyrir það voru stuðningsmenn Frakka líklegast ekki of rólegir í stúkunni.

Þeir náðu þó að sigla sigrinum heim með Nikola Karabatic í fararbroddi með stór mörk á réttum augnablikum. Hann endaði markahæstur með 9 mörk í 32-29 sigri Frakka.

Hjá Dönum var Hans Óttar Lindberg lang atkvæðamestur með 12 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×