Klæddist breskri hönnun

10. janúar 2018
skrifar

Fjölmiðlar og almenningur í Bretlandi, já eða á heimsvísu, er að gíra sig upp fyrir konunglegt brúðkaup á vormánuðum en þau Meghan Markle og Harry Bretaprins vekja athygli hvert sem þau fara. 

Fyrsta opinberlega heimsókn tilvonandi hjónanna á þessu ári var á útvarpsstöð í Peckham í byrjun vikunnar og vakti klæðaburður Markle athygli að venju. Hún hefur hingað til valið að klæðast bandarískum eða kanadískum merkjum en í þetta sinn valdi hún að blanda inn breskri hönnun líka.

Kápan var frá kanadíska merkinu Smythe og seldist upp um leið, toppurinn frá Marks & Spencer, buxur frá Burberry og svo trefill frá Jigsaw, merki sem einmitt er uppáhaldi hjá tilvonandi svilkonu hennar Katrínar prinsessu.