Handbolti

Strákarnir æfðu í Paladium-höllinni | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir nýbúnir að funda. Einbeittir og klárir í bátana.
Strákarnir nýbúnir að funda. Einbeittir og klárir í bátana. vísir/ernir
Íslenska landsliðið tók sína fyrstu æfingu í keppnishöllinni í Split, Paladium, í dag og var hraustlega tekið á því degi fyrir fyrsta leik á EM.

Allir leikmenn eru heilir heilsu og Aron Pálmarsson gat tekið þátt af fullum krafti. Geir Sveinsson var að fínpússa ákveðna hluti fyrir leikinn og virkaði nokkuð sáttur með það sem hann sá.

Hjá reynslumeiri mönnum var þetta líkast til enn einn dagur á skrifstofunni en að sama skapi var þessi dagur eflaust mikil upplifun fyrir nýliðana. Sú upplifun verður enn meiri á morgun er húsið stóra fyllist af fólki.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Ernir Eyjólfsson tók af æfingunni í dag.

Geir fylgist íbygginn með sínum mönnum.vísir/ernir
Ásgeir Örn lætur vaða á markið.vísir/ernir
Óskar Bjarni lætur fara vel um sig á meðan hann lætur strákana heyra það.vísir/ernir
Reynsluboltinn Arnór Atlason þekkir þetta allt saman.vísir/ernir
Arnór Þór svífur inn úr horninu.vísir/ernir
Óli Guðmunds hvílir sig.vísir/ernir
Heimakletturinn Kári Kristján er líklega að setja þennan í netið.vísir/ernir

Tengdar fréttir

Enn verið að mála keppnishöllina í Split

Það er rétt rúmur sólarhringur í að keppni hefjist í riðli Íslands á EM í Split. Þegar blaðamaður Vísis mætti á svæðið nú undir hádegi sá hann strax að ekki er allt tilbúið.

Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi

Væntingarnar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir stórmót hafa oft verið meiri en nú. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir algjört lykilatriði að Aron Pálmarsson verði með á EM og vörn Íslands verði sterk.

Aron: Ég er klár í Svíaleikinn

Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×