Skoðun

Betri loftgæði, líka fyrir ökumenn

Valgerður Húnbogadóttir skrifar
Samkvæmt niðurstöðum belgískrar rannsóknar, sem kynnt var árið 2017, hefur bílamengun verst áhrif á heilsu þeirra sem í bílunum sitja.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar má því álykta að mengun frá bílaumferð hafi slæm áhrif á alla sem halda sig á hinu mengaða svæði. Það skýtur því svolítið skökku við að í hvert sinn sem mengunarstig Reykjavíkurborgar nær ákveðnu marki eru gangandi vegfarendur beðnir um að halda sig frá svæðum með mikilli bílaumferð.

Mengun frá bílaumferð er talin geta valdið meðal annars astma, fyrirburafæðingum, lungnakrabbameini og hjartasjúkdómum og eru börn sérstakur áhættuhópur þegar kemur að bílamengun.

Ef við lítum til niðurstöðu belgísku rannsóknarinnar má draga þá ályktun að þessir áhættuþættir eigi líka við um þá sem ferðast með bílum.

Því langar mig að hvetja stjórnvöld, næst þegar mengun í Reykjavík fer yfir hættumörk, að biðja ökumenn um að halda sig frá helstu umferðaræðum borgarinnar og hvetja fólk til að labba og nýta sér almenningssamgöngur.

Valgerður Húnbogadóttir

Höfundur er áhugamanneskja um loftgæði fyrir alla




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×