Handbolti

Ýmir: Þarf að vera nógu klikkaður

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Það verður gaman að fylgjast með Ými í Króatíu.
Það verður gaman að fylgjast með Ými í Króatíu. vísir/ernir
„Ég er svona smám saman að átta mig á þessu eftir að hafa komið inn í höllina og svona,“ segir nýliðinn Ýmir Örn Gíslason sem spilar sinn fyrsta stórmótsleik í kvöld gegn Svíum.

„Þetta er að síast inn. Þetta er mjög stórt batterí. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“

Nýliðinn segist ekki gera neitt sérstakt til þess að reyna að halda spennustiginu niðri.

„Bara horfa á bíómyndir eða eitthvað. Bara slaka á. Þegar maður kemur inn á þá þarf ég bara að vera nógu klikkaður og tala mikið. Það virkar vel fyrir mig en samt halda þessu rólegu.“

Ýmir hefur fulla trú á því að hann fái tækifæri til þess að sanna sig strax í fyrsta leik.

„Ég er að vonast eftir mínútum og ef ég fæ þær þá mun ég gefa allt í þetta fyrir liðið. Mér finnst varnarleikurinn vera að lagast og þetta lítur betur út en síðast.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins.

Rúnar: Sjálfstraustið er gott

"Tilfinningin er góð. Hótelið til fyrirmyndar og með internetsambandi. Maturinn þrælfínn og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir stórskyttan Rúnar Kárason sem verður í sviðljósinu gegn Svíum á EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×